Skraflorðahjálp
eftir Vilhjálm Þorsteinsson
Skraflorðahjálp Sláðu inn stafina sem þú ert með í rekkanum í skrafli. Notaðu ? fyrir eyðuna sem táknað getur alla stafi.
Vefurinn sýnir þér öll leyfileg orð sem unnt er að mynda úr þeim stöfum, samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Leyfileg tveggja stafa orð eru samkvæmt lista Skraflfélags Íslands eins og hann var ákvarðaður af Orðanefnd þess í september 2015.
Þú getur einnig slegið inn =mynstur til að sjá öll orð sem samrýmast mynstrinu. Notaðu ? sem algildi. =?ex? skilar til dæmis öllum fjögurra stafa orðum með ex í miðjunni, svo sem kexi og rexa.
Ef rekkinn sem þú slóst inn er sjálfur leyfilegt orð skv. BÍN er það sýnt með haki fyrir framan orðið.
Þau leyfilegu orð sem gæfu flest stig (án tillits til tvöföldunar- eða þreföldunar-reita) eru stjörnumerkt.
Möguleikar á að fá "bingó", þ.e. að leggja niður alla sjö stafina úr rekkanum, eru auðkenndir með rauðum lit.
Umraðanir (anagröm) allra stafanna sem þú slóst inn eru auðkenndar með appelsínugulum lit.
Einnig eru sýnd þau orð sem unnt er að búa til úr rekkanum að viðbættum einum staf.
Hægt er að smella á leyfileg orð, sem sýnd eru, í stað þess að slá þau inn.
Höfundur skraflorðahjálpar er Vilhjálmur Þorsteinsson. Skoðaðu einnig Netskrafl eftir sama höfund!
Höfundarréttur að Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls er á hendi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. BÍN er notað í Skraflorðahjálp skv. skilmálum SÁM.